Greiðir TR fyrir svuntuaðgerð?

Spurning:
Komdu sæl/ll
Mig vantar að vita hvort Tryggingastofnun getur greitt fyrir að fullu eða að hluta til svokallaða svuntuaðgerð. Ég er með mjög slappa húð og er mjög slitin á maga eftir meðgöngu! Með von um jákvæð svör

Svar:
Komdu sæl.
Því miður get ég ekki glatt þig með því að TR borgi fyrir svuntuplastik. Sú nefnd var lögð niður fyrir 2 árum ca. En að sjálfsögðu getum við gert svuntuplastik sem er góð aðgerð þegar á þarf að halda.

Kær kveðja.
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir