Grindargliðnun og Omega?

Spurning:
Góðan dag.
Ég geng nú með mitt 3ja barn, komin um 8 vikur. Var mjög slæm af grindargliðnun á síðustu meðgöngu (það barn er 1 árs síðan í maí). Er núna strax farin að finna fyrir verkjum og óþægingum. Las um eina konu sem tók inn Omega Forte daglega og fann mun á sér hvað varðar verki út frá grindinni. Er þetta eitthvað sem þið þekkið? Gæti þetta vítamín verið of sterkt fyrir fóstrið?
Svar:

Omega Forte inniheldur engin vítamín heldur einungis Omega fitusýrur úr lýsinu svo það á að vera í góðu lagi að taka það inn skv. ráðlögðum dagskömmtum á meðgöngu. Omega fitusýrur eru einmitt taldar mjög góðar fyrir tauga- og heilaþroska fóstursins. Notaðu einnig þau ráð sem þér voru gefin þegar þú varst með grindarlosið í síðustu meðgöngu.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir