Ég hef tekið aftir því í nokkurn tíma að sæðið mitt er nokkuð gulleitt. Hvað veldur og er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Yfirleitt er gulleitt sæði ekkert til að hafa áhyggjur af en það eru nokkrir þættir sem hafa áhrif eins og áfengisneysla, tóbaksnotkun, matvörur með háu hlutfalli af súlfati eins og laukur og sum lyf.
Einnig ef sáðlát er ekki haft reglulega. Ef þú ferð að fá verki, hita eða þér finnst sæðið verða brún eða blóðlitað þá skaltu leita til læknis.
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.