Gyllinæð / sveppasýking?

Fyrirspurn:

Góðan daginn ég er 23 ára kona og er ég að hafa áhyggjur af því hvort það gæti verið einhver ástæða fyrir því að gyllinæði sem ég er með blossi alltaf upp aftur og aftur, er þetta eitthvað sem maður þarf að hafa áhyggjur af?.

Í stuttu máli er sagan mín svona :
Ég hef ekki fætt barn en ég stend mjög mikið og lyfti einnig oft þungum hlutum sem mætti kannski rekja til gyllin. Einnig átti ég á tímabili erfitt með hægðir en það er eitthvað sem er komið er í lag í dag. Ég er búin að vera með þessa gyllinæð mjög lengi (1 og hálf ár) og blossar hún upp við og við. Þetta er ytri gyllinæð. Lýsir sér bara þannig að það eru tveir útstæðir hnúðar, mig ýmist svíður eða klæjar í þá. Hef notað hin ýmsu krem og allar þær kúnstarins reglur og ráð, hita og hugsa vel um þrifnað. Oft blæðir, (fersk blæðing bara svona einsog gengur og gerist) en mínar áhyggjur eru þær hvort að ef gyllinæði stendur svona lengi yfir þó svo ég sé búin að prufa hin ýmsu krem og annað ( Hef notað sulgan, dolopr. og  eitthvað annað sem ég man ekki hvað heitir) Hverfur í kannski tvær vikur og kemur svo aftur… Er líka dálitið hrædd um það hvernig þessi kláði lýsir sér þar sem hann virðist vera bæði í endaþarmi og mjög mikið við spangarsvæðið og um legopið en kannski það sé b!
ara erting ef maður klæjar fyrir á nærliggjandi stöðum..

Er möguleiki á því að eitthvað óæskilegt sé að grassera þarna inní mér og er það algengt að konur á mínum aldri sem hafa ekki átt börn séu að glíma við þennan vanda? Þetta er nú smá viðkæmis mál hjá svona ungum konum einsog mér en vona ég að einhver getur svarað mér.. Með fyrirfram þökk

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Nokkur lykilatariði varðandi fyrirspurn þína,

1. Að hægðir séu mjúkar og reglulegar og ekki mikil nauðsyn á að nota þrýsting við að koma þeim frá sér, má notast við hægðamykjandi efni svosem sorbitol, paraffin olíu og svo auðvitað trefjar og ríkulega vökvainntöku

2. Kláði getur verið frá gyllinæð einni saman en ef þetta er einnig kringum leggangaop er sveppasýking eitthvað sem hugsanlega þarf að skoða og þá hjá kvenlækni sem einnig gæti metið gyllinæðina og gefið góð ráð varðandi meðferð sem getur verið allt frá kremum og stílum sem hafa þegar verið reynd að aðgerð, en það hljómar ósennilegt að þess þurfi miðað við lýsingar

3. Gyllinæð getur komið fyrir á öllum aldri í sjálfu sér og tengist ekki sérstaklega barnsburði, né heldur álagi. Veikleiki er á þessu svæði ef gyllinæð hefur komið fram og því vel hugsanlegt að um ítrekuð tilvik verði að ræða.

Með kveðju,
Teitur Guðmundsson, læknir