‘I föður fjölskyldu minni er mikið um hjartasjúkdóma, faðir minn var 78 ára þegar hann lést 2004, en hann fjekk hjartaáfall.En pabbi hans fjekk hjartaáfall og báðir bræður hans. ‘Eg sjálf hef fengið áfall og verið þrædd þrisvar sinnum ég er með stækkandi æðagúlp í maga. En það sem ég tók eftir hjá föður mínum var að hann var alltaf með hægri hendina helbláa.Faðir minn var í rannsóknum hjá ‘Islenskri erfðagreiningu.’Eg hef ekki talað við bróður minn í 16 ár en við fórum að tala aftur saman fyrir ári og var það útaf því að æðalæknir spurði hvort ég ætti systkini á mínum aldri, en bróðir minn er að verða 69 ára. ‘Eg sjálf 64 ára. Hann fór í ómun og var allt í lagi með hann, en ég tók eftir því að hann er með eins bláa hendi, eins og faðir okkar var með. Ég á son sem er fæddur 1986 sem fjekk stóran blóðtappa vinstra megin 2015 og aftur 2019, en hann er ídag svo til lamaður vinstra meginn. En aðal fyrirspurnin er þetta með hendina á bróður mínum og hvort þetta séu erfðir.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Við lesturinn virðist ljóst að hjarta og æðasjúkdómar eru tiltölulega algengir í þinni fjölskyldu og mögulega er þar eitthvað sem gengur í erfðir.
Arfgengi sjúkdóma er flókið fyrirbæri og oft getur verið erfitt að átta sig á hvað séu erfðir og hvað sé orsakað af öðrum þáttum eins og umhverfi og lífsstíl.
Bróðir þinn ætti klárlega að fá skoðun og ráðgjöf frá lækni varðandi hendina og þá væri í framhaldinu mögulega hægt að skoða hvort um arfgengan galla væri að ræða.
Gangi ykkur vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur