Hærri líkamshiti á morgnana

Góðan dag

Er eðlilegt að vera daglega með á bilinu 7 kommur uppí 38.4 stiga hita? Þessi hiti á eingöngu við fyrst á morgnana. Er búin að vera svona ansi lengi, en blóðprufur virðast koma vel út? Veit samt ekki hvort sökkið hafi verið skoðað. Mér líður þegar ég vakna eins og ég sé lasin, síðan líður það hjá þegar líður fram að hádegi. Á kvöldin er ég alltaf með eðlilegan líkamshita.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

“Eðlilegur líkamshiti” er venjulega í kringum 37°C. Hafa skal í huga að þessi tala getur verið misjöfn eftir einstaklingum. Nú veit ég ekki hversu lengi þú hefur verið svona og hvort að þú sért með einhver önnur einkenni, en ef þér líður eins og þú sért alltaf lasin/nn mæli ég með því að tala við lækni.

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur