Hætt að fá hausverk

Ég er með kanski kjánalega pælingu en ég hef ekki fengið höfuðverk í örrugglega í um ár, er samt með bullandi vöðvabólgu og síðustu daga hef ég verið í grenjukasti vegna kvíða og þunglyndi og það fylgir oft höfuðverkur en ekkert gerist, og mér er farið að finnast þetta voðaskrýtið það kemur ekkert upp í googlinu hjá mér og finnst pínu skrýtið að fara til læknis vegna höfuðverkjaleysi 😅
Kanski getur einhver svarað þessu hér 🙂

Góðan dag,

Það myndu teljast góðar fréttir að vera ekki með höfuðverk.  Aftur á móti væri ráðlagt að byrja á að leita til heimilislæknis ef þú ert að upplifa kvíða og þunglyndi og eins að finna úrræði fyrir þig varðandi vöðvabólguna.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur