Fyrirspurn:
Undanfarin ár hef ég haft hægðatregðu, hef borðað sveskjur, sólkjarnarúgbrauð og annað grófmeti,og drukkið mikið vatn. Haldið mér góðri með því. Í apríl byrjaði ég að taka Lamisil við naglasveppum, ekkert vandamál fyrr en fyrir ca. 2 vikum. Fór að fá niðurgang á hverjum morgni, hætti þá að borða sveskjur og rúgbrauðið á morgnana, ekkert lagaðist,hætti þá að taka lamisilið og engin breyting. Hvað get ég gert. Það virðist sama hvort ég borða kjöt, fisk eða bara kornfleks í kvöldmat. Miklir vindverkir seinni part nætur.ekki svartar hægðir.
Aldur: 70
Kyn:Kvenmaður
Svar:Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Algengasta ástæða hægðatregðu er of lítil vökvaneysla og of lítil neysla á trefjaríku fæði. Einnig geta ákveðin lyf eins og t.d. verkjalyf valdið hægðatregðu.
Þú segist vera dugleg að drekka og einnig að passa uppá fæðuvalið og er það vel. Ég vil endilega ráðleggja þér til viðbótar reglulega hreyfingu, fara út að ganga nokkrum sinnum í viku, það hefur án efa mjög góð áhrif.
Ég sendi þér einnig hér almenna grein um hægðatregðu, þér til upplýsinga.
Skráðar aukaverkanir Lamisil á meltingafæri eru; “mettunartilfinning, lystarleysi, meltingartruflun, ógleði, vægir kviðverkir, niðurgangur” og því er ekki hægt að útiloka að þetta ástand sé tilkomið vegna þessa. Ef þetta ástand gengur ekki yfir hjá þér, þá er það ráð að fara til læknis.
Með bestu kveðju,
Unnur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur