Handahófskenndur niðurgangur eftir svipaðar máltíðir

Góða kvöldið,

Nú hefur það gerst á síðast liðnum mánuði að á heimilinu er eldaður pottréttur. Það er Hakk í grýtu. 3x í röð fékk ég niðurgang mjög stuttu eftir neyslu. Í kvöld var gúllas og þetta kom fyrir aftur. Þetta hefur ekki komið fyrir þegar ég borða annarsskonar kjötvörur, hinsvegar fæ ég mér kartöflumús með öllum þessum 4 máltíðum. Ég er ekki með neitt fæðuofnæmi að ég veit. Ég sé ekkert við músina né tengingu milli kjötvaranna. Netið er ekki að gagnast mér í upplýsingaleit við þessum málum. Væri kærkomið ef þið séuð með einhverja kenningu á bakvið þetta.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þetta er ekki tilviljun er líklegast eitthvað af kryddunum í pottréttinum sem fer illa í þig. Ef þú ert að nota tilbúna kryddblöndu fyrir pottréttina myndi ég sleppa þvi og búa frekar til frá grunni. Ef ekki þá þarftu að fara yfir hvort þið hafið verið að nota eitthvað krydd í alla þessa rétti sem þú ert ekki vanur/vön að nota annars og sleppa þvi þá. Það er mjög óliklegt að um sé að kenna kartöflumúsinni þar sem hún samanstendur bara af kartöflum og mjólk nema þið séum að nota blöndu úr poka.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur