Spurning:
Halló!
Er það rétt að maður eigi ekki að láta lita á sér hárið þegar maður er ófrískur, það geti haft áhrif á fóstrið eða eru bara mjög litlar prósentur? Er kominn 7 mán. kv. bumbulína
Svar:
Hárlitun er algeng og á það einnig við meðal þungaðra kvenna. Ekki er vitað til þess að hárlitun skaði fóstrið og engar frábendingar fylgja með hárlitunarvörum a.m.k. til fagmanna. Ef hún væri á einhvern hátt skaðleg fóstrinu væri heilbrigðisyfirvöld skyldug til að tilkynna slíkt. Hinsvegar er rétt að benda á að best er að forðast notkun allra lyfja og annarra kemiskra efna fyrstu 3 mánuðina. Vona að þetta svari spurningu þinni og gangi þér vel.
Kveðja
Halldóra Karlsdóttir
Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir