Hvað getur valdið þvi að hársvörðurinn er allur aumur viðkomu en það eru engin sár, flasa eða exem?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Aumur hársvörður getur stafað af t.d. sýkingu í hársekkjum, óþol fyrir efnum í þeim hárvörum sem þú notar, ofnæmi fyrir einhverju sem þú ert að borða eða jafnvel vegna vöðvabólgu. Skoðaðu hvort þú hafir breytt einhverju nýlega, nýjar vörur, matur eða venjur og sé þetta er langvarandi vandamál þá legg ég til að þú ræðir þetta við þinn heimilislækni.
Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.