Hætt að reykja – er í lagi að stelast?

Spurning:

Sæl Dagmar,

Ég hætti að reykja fyrir núna 2 mánuðum síðan og hefur bara gengið vel.

Undanfarna viku hefur þetta ekki gengið jafnvel, ég er búin að stelast í sígarettu 2svar og mér finnst einhvernveginn allt í lagi að reykja við og við.

Hefur þú einhver ráð handa mér?

Svar:

Komdu sæl.

Það er alveg afleitt að taka smók eftir að vera hætt og náð 2 mánuðum.

Þú verður farin að reykja daglega sama magn eftir 2-3 vikur. Fáðu þér frekar nikótíntyggjó eða tungurótartöflur þegar neyðin kallar. Það eina sem gildir eftir að vera hættur er að taka aldrei smók, því það espir upp fíknina.

Gangi þér vel.
Dagmar Jónsdóttir, reykingaráðgjafi