Hætt með barnið á brjósti en ennþá þyngsli?

Spurning:
Ég á 10 mánaða stelpu sem hætti á brjósti fyrir tæpum mánuði síðan en það er ennþá stundum þyngsli í brjóstunum á mér. Er það eðlilegt eða þarf ég að gera e-ð í því?

Svar:

Það er alveg eðlilegt að vera með mjólk í brjóstum í einhvern tíma eftir að barnið hættir á brjósti. Ef ekki fylgja þyngslunum roði eða eymsli er þetta í lagi og þú hættir smám saman að finna fyrir þessu.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir