Hef ekki haft áhuga á kynlífi búin vera svona í nokkur ar

Langar að vita af hverju ég missti áhugann á kynlífi búin að brá gift sama maninninum 40 ár

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þessu er illmögulegt að svara án þess að hafa frekari upplýsingar.

Ástæðurnar geta bæði verið andlegar, líkamlegar eða tengdar ykkar sambandi og samlífi.

Áhugi á kynlífi og kynlífslöngun gengur í bylgjum af ýmsum ástæðum og hjá sumum konun dvínar löngunin við upphaf breytingaskeiðs en venjulega kemur hún tilbaka

Ræddu vandann við heimilislækninn þinn til þess að útiloka andleg og líkamleg vandamál og svo gætir þú og maki þinn fengið aðstoð hjá kynlífsráðgjafa. Þá finnur þú með því að leita á ja.is

Gangi ykkur vel