Hef hægðir 4-5 sinnum á dag, er það i Lagi?

Hef hægðir 4-5 sinnum á dag, er það i Lagi?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Hægðamynstur fólks er mismunandi og skiptir því máli að þekkja sitt hægðamynstur til að átta sig á ef breytingar verða á því. Ef þú ert vön/vanur að hafa hægðir oft á dag og hægðirnar eru formaðar ætti það að teljast venjulegt en ef það verða skyndilegar breytingar á hægðunum er réttast að leita læknis. Ef hægðirnar eru linar, illalyktandi, skrýtnar á litinn eða hægðalosun fylgja verkir ráðlegg ég þér einnig að leita læknis.

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur