Hefur Dalacin áhrif á pilluna?

Spurning:
Hæ hæ,
Hefur sýklalyfið Dalacin áhrif á pilluna?

Svar:
Ýmis breiðvirk sýklalyf draga úr virkni getnaðarvarnataflna. Þetta á við um Dalacin til inntöku. Því er mælt með að nota aðra getnaðarvörn sem ekki byggir á hormónum meðan á töku Dalacins stendur og í a.m.k. viku eftir að henni er lokið.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur