Heilabilun.

Er það rétt að Mucolysin lækni heilabilun hjá öldruðum?^
Vinkona mín hafði þessar upplýsingar frá bæði lækni og hjúkrunarfræðingi
Segir hún .

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Mucolysin er lyf sem inniheldur Acetýlcýstein og er það mikið notað meðal annars við berkjubólgu þar sem það hefur slímlosandi áhrif. Önnur notkun lyfsins er til meðferðar á parasetamóleitrunum.

Ég get ekki séð fram á að lyfið hafi nein læknandi áhrif á heilabilun.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir,

hjúkrunarfræðingur