Hellur í eyra.

Þannig er mál með vexti að ég er með væga eynarbólgu og fékk dropa hjá lækni til að setja í eyrun. En eitt sinn er ég setti dropa í eyrun fékk ég mikla hellu fyrir annað eyrað sem ætlar ekki að fara. Búinn að prufa helstu ráð svo sem halda fyrir nefið og blása, geyspa, tyggja tyggigúmmí og ekki vill hún fara. Ég spyr hvað er til ráða?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki mikið meira sem er hægt að gera í þessu. Gætir prófað að setja heitt vatn í bolla og setja eyrað yfir svo að gufan frá vatninu fari upp í eyrað. Þetta virkar í stöku tilfellum.

Ef þetta verður viðvarandi vandamál pantaðu þá tíma hjá heimilislækninum þínum og láttu kíkja á þig.

 

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur