Herpes – vill verja makann?

Spurning:
Nú er engin lækning til við Herpes en er möguleiki að lækning finnist eða er þetta mjög erfiður sjúkdómur? Ekki mjög skemmtilegt að þurfa að lifa við sjúkdóminn og geta aldrei verið viss um að smita ekki maka, nú þegar barneignir eru til umræðu. Eða ætti maður að vera öruggur þegar engin einkenni sjást? Takk fyrir.

Svar:
Sæll. Eins og þú segir þá er ekki til nein lækning en það eru hins vegar til lyf sem halda sjúkdómnum niðri og er nokkuð mikið notuð. Það er með herpessýkingar eins og aðrar veirusýkingar að það er mjög erfitt að útrýma veirunni alveg úr líkamanum með lyfjum því lyfin geta eiginlega bara stöðvað fjölgun veirunnar. Mesta orkan í rannsóknum í dag beinist gegn forvörnum með bólusetningum og bættri kynhegðun. Íslendingar eiga taka einmitt þátt í stórri rannsókn þessa dagana þar sem ungt fólk er bólusett gegn kynfæravörtum. Það er erfitt að sætta sig við smit á sjúkdómum sem þessum en staðreyndin er sú að maki þinn er aldrei öruggur gegn smitum jafnvel þó svo að þú sért einkennalaus. Líkurnar eru þó að sjálfsögðu miklu minni en þegar þú ert með blöðrur eða sár. Þess vegna er best að forðast kynlíf þegar þú hefur einkenni, mörgum finnst það svo þess virði að láta reyna á óvarið kynlíf með maka sínum þegar þeir eru einkennalausir því það er vel hægt að sleppa við smit með þessum hætti. Gangi þér vel Jón Þorkell, Félag um forvarnir læknanema