Hæ ég vil spyrja hvað er eðlileg hiti hjá okkur manfólki?
með fyrirfram þökk
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Ekki hafa allir nákvæmlega sama hita en langsamlega flestir mælast 36.5°C til 37.5°C sem telst eðlilegt. Eðlilegt er að líkamshitinn breytist yfir sólarhringinn og er hann að öðru jöfnu lægstur að morgni en hæstur síðdegis og getur þessi sveifla numið 1° C.
Talað er um að einstklingur sé með hita ef hann mælist 37.8° C eða hærri
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur