Hjartaáfall

Hvernig lýsir hjartaáfall sér

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Hjartaáfall verður þegar skortur er á blóðflutningi og þar með súrefni til hjartavöðvans. Oftast er því um að kenna að stífla verður í æðunum sem sjá um að flytja blóðið til hjartans.

Einkenninn sem einstaklingurinn finnur fyrir eru einstaklingsbundinn og  það fer líka eftir því hve mikil truflunin á starfssemi hjartans verður. Eins hefur það verið staðfest að það getur verið munur á upplifun kvenna og karla.

Algengustu einkenni eru:

  • Verkur, seyðingur, þrýstingur eða þyngsli fyrir brjóstinu
  • Verkur, dofi eða óþægindi í efri hluta líkamans, s.s. í baki, handlegg, öxl, hálsi, maga eða kjálka/tönnum.
  • Mæði
  • Ógleði, uppköst, uppþemba eða brjóstsviði.
  • Sviti og/eða kaldsveitt húð.
  • Hraður eða ójafn hjartsláttur.
  • Svimi eða yfirlið.

Þú getur lesið þér betur til HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur