Hjartalokur

Sæl/ll ég hef mikiđ pælt í því hvađ veldur því ađ hjartalokur límist saman og eru þá bara tvær ađ vinna í raun. Fékk ađ vita þetta þegar ég fór í hjartaómun fyrir 3 árum og hef talađ viđ hjartalækni sem sagđi ađ þađ væri ekkert. Fékk líka ađ vita þegar ég var 12 ára ađ hjartađ í mér væri of stórt og ég væri líka međ íþróttahjarta. Er þetta eitthvađ sem ég þarf ađ hafa áhyggjur af og hafa samband viđ annan hjartalækni.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru fjórar hjartalokur í hjartanu og eru þær með tví -og þrískiptum „blöðum“. Í þínu tilfelli eru tvö blöð í þriggja „blaða“ loku samvaxin eða límd saman eins og þú segir.  Þetta getur haft áhrif á blóðstreymi milli hjartahólfa en það er nokkuð sem hjartalæknir metur í hjartaómun.  Íþróttahjarta er tilvísun í stærri hjartavöðva sem þolíþróttamenn fá oftast eftir miklar úthaldsæfingar.  Það er hættulaust en hjarta getur líka stækkað vegna sjúkdóma í hjarta og þarf að skilja þar á milli.  Ef þú hefur ekki fengið viðunandi skýringu á þínu ástandi hjá hjartalækni skaltu fá aftur tíma hjá honum og gott að vera með spurningar skrifaðar niður og skrifa jafnframt niður svörin.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur