Hljóðbylgjur á meðgöngu

Spurning:

Sæl.

Mig langar að vita hvort einhver hætta sé á ferðum varðandi meðferð hjá sjúkraþjálfara með hljóð og rafmagnsbylgjum ef að grunur er um þungun (þá stutt komna).

Með fyrirfram þakklæti.

Svar:

Sæl.

Af spurningu þinni að dæma býst ég við að þú sért í meðferð hjá sjúkraþjálfara og fáir þar hljóðbylgjur og rafmagnsmeðferð án þess að vera viss um þungun. Þessi rafmagnsmeðferð sem þú nefnir á að vera hættulaus á meðgöngu hvar sem er á líkamanum, nema við verðum að fara með gát við meðhöndlun á mjóbaki og mjaðmargrindarsvæði. Ég geng út frá því að ekki sé verið að meðhöndla kviðinn. Mér vitanlega hafa rannsóknir ekki sýnt fram á fósturskaða ef meðhöndlað hefur verið með hljóðbylgjum eða laser á mjaðmargrindarsvæði þungaðra kvenna. Auðvitað reyna sjúkraþálfarar að nota aðrar aðferðir á mjóbak og mjaðmargrind þegar um þungun er að ræða. Í einstaka tilfellum er þó valin lasermeðferð eða hljóðbylgjur á ákveðna punkta á mjaðmargrind.

Margir sjúkraþjálfarar taka hins vegar þá afstöðu að nota ekki þessi tæki nálægt legi þungaðra kvenna. Í öllum tilfellum ber að forðast að vera í námunda við stuttbylgjur á meðgöngu.

Láttu sjúkraþjálfarann þinn vita að þú sért í vafa um hugsanlega þungun.

Kveðja,
Erna Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari í Styrk.