Hnúður á auga?

Spurning:
Ég vaknaði einn morguninn með hnúð undir auganu, var sárt að koma við það. Svo er annar að koma fyrir ofan hitt augað. Ég hélt fyrst að þetta væri vogrís en það er ekkert að augunum sjálfum. Þetta er ekki eins og bóla, bara rautt en eins og sé lítiðgat í miðju hnúðsins (annars) mér var að detta í hug skordýrabit?

Svar:

Komdu sæl og blessuð. Þetta er afar líklega hinn frægi vogrís sem er að stinga sér niður. Ekki það að þarna sé neinn ,,grís“ á ferðinni, orðið er dregið af orði sem allir þekkja: ,,vögr“, sem þýðir ,,gröftur“ og ,,ris“ sem þýðir ris. Þessi hnúður orsakast af stíflu og bólgu í fitukirtli í augnhvarminum. Þetta er ákaflega hvimleitt, bæði útlitslega og svo getur þetta verið býsna sárt. En hvað er til ráða? Undirliggjandi orsök þessa er oftast hvarmabólga. Bólgan veldur því að kirtlarnir fara að starfa óeðlilega og stíflast með þessum afleiðingum. Eitt albesta ráðið, a.m.k. til að byrja með, er að setja heitan bakstur (t.d. þvottapoki undir heitt vatn) á augað í 3-4 mínútur í senn eins oft og þú getur, helst á 3-4 klst fresti. Þetta eykur hlutfall hnúða sem hverfa að sjálfu sér. Flestir hnúðarnir gera það að lokum en einstaka verður eftir og þarf þá að gera litla skurðaðgerð á augnlokinu til að fjarlægja þá.Það er þó ekki gert fyrr en 3 mánuðum eftir að þeir byrja að myndast. Sýklalyf og önnur augnlyf verka ekkert á hnúðana, þ.a. gagnslaust er að reyna þá leið. < DIV> Gangi þér allt í haginn. Bestu kveðjur, Jóhannes Kári.