Höfuðverkur

Búinn að vera slappur svima,ógleðu en hef ekki ælt er með höfuð verk í hnakka enni og gagnauga sofna með höfuðver og vakna með höfuðverk og þegar ég vakna er ég alltaf þreyttur þetta er búið að vera svona í syrka 2 mánuði

Góðan dag.

Orsakir höfuðverks geta verið margar og erfitt að meta hvað nákvæmlega er í gangi hjá þér án þess að fá meiri upplýsingar, ég ráðlegg þér að panta tíma hjá þínum heimilislækni og fara yfir stöðuna.

Mígreni er sjúkdómur sem veldur höfuðverk og ógleði en varir yfirleitt ekki samfleytt í svona langan tíma. Vöðvabólga eða spenna í vöðvum í hálsi, herðum og kjálka geta valdið höfuðverk og í sumum tilfellum svima. Við því er hægt að nota paracetamol til að létta á verkjum, huga að líkamsstöðu, gera liðkandi æfingar fyrir háls og axlir, nota heita baxtra og slökun.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur