Fyrirspurn:
Daginn,
Fyrir mánuði síðan um miðjan dag lenti ég í því að fara að sjá stjörnur og sjónsviðið þrengdist allverulega t.d. veifaði ég hendinni við hliðiná höfðinu á mér en sá það ekki. Þá kom gríðarlegur höfuðverkur. Með þessu fylgdi nálardoði sem byrjaði í puttunum á mér og færðist upp hendina, fór þá upp í kinn og eyra og þaðan í nef og varir. Eftir nokkrar klukkustundir og smá hvíld þá lagaðist þetta.
Í gær gerðist þetta aftur að undanskilndnum stjörnunum … nálardoðinn lísti sér alveg eins og þessi brjálaði hausverkur.
Ég hef aldrei fundið fyrir neinu slíku áður en fyrra skiptið tengdi ég við þreytu og stress en í gær var ég ekki þreytt nér stressuð …
Mér þætti voða gott að heyra frá ykkur hvað þetta gæti mögulega verið.
Með fyrirfram þökk
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Einkennin sem þú lýsir gætu bent til þess að einhver truflun sé á taugastarfssemi.
Það er ýmislegt sem getur valdið því og óþarfi að mála skrattann á vegginn !
Bólgur vegna álags (sbr vöðvabólga) geta valdið svona einkennum – þó svo þú hafir ekki verið undir sérstöku álagi í seinna skiptið þá geta bólgurnar verið til staðar og þrýst á taugarnar og framkallað einkennin.
Það að einkenni hverfa við hvíld ýta undir þetta.
Vissulega eru svo til alvarlegri sjúkdómar sem geta kallað fram þessi einkenni.
Ég myndi ræða þetta við heimilislækninn minn ef þetta gerist aftur og fá hans aðstoð við að reyna að greina hvað veldur
Með bestu kveðju
Guðrún Gyða