Hormóna lyf

Ég er búin að nota Livial hormónalyf í 13 ár.Eða frá því að legið og legháls voru fjarlægð vega samfeldrar blæðina.
Er 65 ára við góða heilsu fyrir utan hækkun á blóðþrýstingi .
Hef verið að taka Livial annan hvern dag í nokkur ár.
Á ég að hætta vegna hættu á brjóstakrabbameini eða er þetta allt í lagi að taka þetta áfram ?
Hefur það áhrif á slímhúð í skeið ef ég hætti ?
B,kv

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Skortur á estrógeni veldur því að slímhúðin í leggöngunum verður þynnri og ekki eins teygjanleg og áður. Livial hefur áhrif á slímhúðina og þykkir hana, sé töku þess hætt að þá er ekki ólíklegt að það hafi áhrif. Konur sem eru að taka Livial eða önnur hormónalyf eiga að vera undir eftirliti hjá sínum lækni og ekki hætta töku nema í samráði við lækninn. Rannsóknum um samband á milli hormónalyfja og brjóstakrabbameins ber ekki saman og er þetta líka persónubundið, þ.e. fjölskyldusaga og fleira. Á síðu Canncerconnect.com er t.d. sagt að livial minnki líkur á brjóstakrabbameini og komi í veg fyrir beinþynningu og beinbrot en að það séu miklar líkur heilablóðfalli hjá konum sem taka Livial í langan tíma. Hafðu samband við lækninn þinn og farðu yfir þetta með honum.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur