Hæ
Er eðlilegt þegar maður hættir á pillunni að það kemur einskonar hormónalykt af manni, það er að segja líkamlyktin hjá manni breytist?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Ég hef ekki heyrt um breytta líkamslykt en það kæmi mér svo sem ekki á óvart að það myndi tengast pillunni. Líkaminn er að bregðast við því að fá ekki þessi hormón í gegnum pilluna þannig að tíðahringurinn fer að starfa eðlilega, þ.e þú færð egglos sem þú fékkst ekki á pillunni.
Því geta fylgt mörg einkenni t.d, aukin útferð, auknar blæðingar, aukin fyrirtíðarspenna og bólur.
Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir
Hjúkrunarfræðingur