Hormónarugl!!

Sæl
Tíðahringurinn minn er og hefur alltaf verið i óreglu og það er að fara með mig.
Eg er þrítug og Nú hef ég ekki haft blæðingar í að verða 2 ár en samt sem áður hef ég egglos inn á milli.
Áður en þær hættu fór ég stundum á blæðingar í 2-3 mánuði samflett!
Þeir læknar sem ég hef hitt hafa sagt að ég sé með hormóna óþol og taki því sjaldnar pillu pásu en aðrar, ég hef verið að taka kassa og svo stopp semsagt á 3 mánaða fresti. Nú er ég búin að vera Hætt á pillunni í yfir mánuð en enn bólar ekkert á rósu frænku??
Ég er með mikla verki, fæ þykka hvíta utferð, ógleði og minni matarlist, alltaf þreytt og með mikinn hausverk var alveg 100% að ég væri orði ólétt en prófin koma neikvæð.

Eg hef verið að greinast með frumubreytingar og fer mjog ört i leghalsstok, og hef einnig farið i leghálsapeyglun gæti það tengst þessu eða valdið þessu?
Hvað get ég gert til að reyna koma reglu á tíðahringinn og er eitthvað sem ég get gerð til að losna við þessi einkenni? Að vera alltaf með verki er að fara með mig og að læknar finni enga ástæðu er enn verra.

Kveðja Ein alveg uppgefin og ráðalaus

Sæl vertu og þakka þér fyrir fyrirspurnina. Það er erfitt að finna ekki svör við því sem er að hrjá þig.

Getur til dæmis verið að þú sért með  fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eða legslímuflakk ?

Þessi vandamál sem þú lýsir virðast flókin og krefjast þess að þú sért undir læknishendi.  Ég myndi ráðleggja þér að ræða þetta við kvensjúkdómalækni og/eða efnskiptasérfræðing.

Gangi þér vel.

Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur