Hósti

Hver gæti veriđ ástæđan fyrir ađ hósta upp fersku blóđi?
Hefur komiđ fyrir tvisvar međ nokkura vikna millibili.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspunina

Hósti er viðbragð líkamans við ertingu í öndunarfærunum og ef hóstinn er þrálátur þýðir það líklega að ertingin er viðvarandi og getur það haft þau áhrif á slímhúðirnar í hálsinum að það hreinlega myndast sár sem þá blæðir úr við hósta svipað og þegar þú ert með á hendi sár sem blæðir úr ef þú klórar þér.

Þetta er yfirleitt ekki bráðhættulegt ástand en klárlega ástæða til að leita sér aðstoðar til þess að draga úr þessum hósta svo hálsinn nái að jafna sig.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur