Sæl veriði á doktor.is. Fæ af og til óvæntan hraðslátt og vægan svima í um það bil 10-20 sekúndur. Áætla að þetta gerist með tveggja vikna millibili. Líður eins og þetta sé örstutt kvíðakast því ég æsist upp líka og finnst eins og ég þurfi að hreyfa mig á meðan þessu varir. Enginn sársauki eða verkir fylgja þessu. En þetta virðist alltaf gerast þegar ég er að róast niður og þreytast að kvöldi. Æfi íþróttir og vinn erfiðisvinnu og finn aldrei fyrir neinu þegar ég er aktívur. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Sæll
Þetta sem þú lýsir er óþægilegt, tiltölulega algengt og í allflestum tilvikum eðlilegt. Hins vegar er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða það nema skoða þig og hlusta á hjartað.
Ég hvet þig þess vegna til þess að ræða þessi einkenni við heilsugæslulækni.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.