Hræðursblæðing hvað er það

Hæhæ
Ég er að velta einu fyrir mér. Langar aðeins að forvitnast betur um hreiðursblæðingar. Hef heyrt mismunandi hluti um það.
Málið er að ég er alltaf a reglulegum blæðingum (26 daga tiðahring). Og gíska ég a að egglos sé 14 dögum fyrir næsta tiðahring. Ég hafði stundað óvarið kynlíf á þeim tíma en síðan 11 dögum seinna byrjaði aðeins að blæða og aðeins í pappírinn, svo kom ekkert meira. Næsta dag kom aðeins meira en þó ekki mikið. Atti samt ekki að byrja á því mánaðarlega fyrr en eftir þrjá daga og er aldrei fyrr á ferðinni.
Síðan kom að mínum reglulegum tíðahring þá byrjaði að blæða aðeins meira (ekki mikið en þó aðeins) og ég fékk þessa tíðarverki (svolítið slæma). Mér er farið að klæja í geirvörturnar og hafði verið smá aum í þeim fyrir blæðingarnar.
Getur þetta verið þessar hreiðursblæðingar eins og oft er talað um? Gæti ég verið ófrísk eða eru þetta bara venjulegar blæðingar?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sumar konur fá svokallaðar hreiðursblæðingar en þá eru blæðingarnar oft ljóslitaðar sem eiga sér stað þegar eggið er að taka sér bólfestu í leginu, venjulega á þetta sér stað um 10-14 dögum eftir að eggið frjógvast. Þessar blæðingar vara oftast skemur en tíðablæðingar.

Ég mundi ráðleggja þér að taka þungunarpróf til þess að útiloka að þú sért ófrísk. Miðað við lýsingar gæti verið að um hreiðursblæðingar sé að ræða og er því best að taka óléttupróf til þess að athuga það.

Með bestu kveðju,

Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.