Hræðsla við flugur og skordýr

Spurning:
Góðan daginn, mig langar að biðja um aðstoð. Þannig er að ég á dóttur sem er á 14. ári og hún er og hefur alltaf verið brjálæðislega hrædd við flugur og skordýr. Þetta er mjög stórt dæmi ég fór með hana til sálfræðings þegar hún var lítil útaf þessu en hann vildi byrja á mér (ég er líka slæm ) en ég var ekki til í það þá, en núna verð ég að gera eitthvað.Spurningin er getur þú bent mér á sálfræðing eða einhvern fræðing sem getur hjálpað okkur.

Kveðja M

Svar:

Sæl.

Ég er sammála sálfræðingnum sem þú fórst til á sínum tíma. Best er að þið farið saman til sálfræðings og vinnið á fælninni. Flestir sálfræðingar og sérstaklega þeir sem vinna með hugræna atferlismeðferð geta hjálpað ykkur með þetta á skömmum tíma.

Gangi ykkur vel.
Brynjar Emilsson
Sálfræðingur
Laugavegi 43
s:661-9068