Hraður hjartsláttur hjá sex ára

Spurning:

Sæll.

Ég á 6 ára dóttur sem mér finnst vera með svo hraðan púls eða ca. 100 slög á mínútu (skv. sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli) þegar hún er í rólegheitum. Hver er eðlilegur púls hjá börnum á þessum aldri?

Takk Fyrir.

Svar:

Sæl.

Hjartsláttur hjá 6 ára stúlku er ekki óeðlilegur þótt að hann reynist 100 slög/mín. Eðlilegur hjartsláttur fullorðinna er á milli 60 og 100 s/m, en er töluvert hraðari hjá nýburum og ungum börnum. Ekki er ástæða til að rannsaka frekar 6 ára barn með hjartslátt um 100 s/m sem annars lítur vel út.

Kveðja,
Uggi Agnarsson, læknir Hjartavernd