Hreyfing á meðgöngu?

Spurning:
Góðan daginn!
Ég er á sjöttu viku af meðgöngu og mig langar að forvitnast um æfingar, hvað má gera og hvað ekki. Ég hef nefnilega æft mikið í gegnum tíðina, yfirleitt 5-6 sinnum í viku og hleyp mikið. Ég er eingöngu að forvitnast því mér líður mjög vel, er náttúrulega komin mjög stutt og mér finnst skrýtið að hreyfa mig ekki neitt. Ég heyri ýmsar tillögur um þetta mál en flestir segja mér að ég megi ekkert gera fyrstu 12 vikurnar. Er það rétt? Einnig varðandi lyftingar, er í lagi að lyfta lóðum, þá á ég við ekkert og þungt? Kær kveðja,

Svar:
Þér er óhætt að hreyfa þig og æfa alla meðgönguna en þú þarft að aðlaga þjálfunina að meðgöngunni og hlusta á líkama þinn. Ef þú verður andstutt eða færð einhverja verki ertu að æfa of stíft og það er ekki æskilegt að lyfta þungu eða gera æfingar sem krefjast snerpu og snöggra hreyfinga því á meðgöngu er meiri hætta á meiðslum vegna mýkingar liðbanda ofl.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir