Hvað er til ráða þegar maður hrýtur hátt og hressilega þannig að maki vaknar við hljóðin og nær ekki að sofna aftur vegna þeirra?.Er ekki eitthvað annað hægt að gera en að flýja í annað herbergi sem varla dugar,því það er ekki svo langt á milli.Er það rétt að þegar maður hrýtu svona mikið að þá hvílist maður ekki nóg,ég er alltaf syfjuð alla daga.
Með von um gott ráð og helst lausn
Kveðja Hrotubrjótur
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
það er ýmislegt til ráða en fyrst þarf að reyna að komast að því hvað veldur hrotunum og hvort hægt sé að hafa áhrif á það. Þekkt vandamál að baki geta verið til dæmis ofþyngd og bakflæði.
Sumir ná að draga úr hrotum með því að hækka undir höfði og breyta mataræði til þess að draga úr bakflæðinu.
Ef þú hvílist illa er hægt að fá svefnrannsókn sem mælir hvort hroturnar hafa áhrif á gæði svefns.
Ég ráðlegg þér þess vegna að heyra í heilsugæslulækni m.t.t. að greina undirliggjandi vandamál og hvaða lausnir gætu staðið þér til boða
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur