Góðan dag!
Ég á góða vinkonu sem ég hef áhyggjur af.Húðin á henni er mjög viðkvæm og við minnstu snertingu fær hún marbletti. Eins er þegar hún er með plástur og tekur plásturinn af þá kemur skinnið með .Þetta finnst mer eitthvað dularfullt.
Með vinsemd ein áhyggjufull
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það er fallegt af þér að hafa áhyggjur af vinkonu þinni en eðlilegast er að hún leiti sér aðstoðar sjálf ef þetta angrar hana.
Húðgerð einstaklinga er ákaflega einstaklingsbundin og ef ekki er um breytingu á ástandi er hún væntanlega með viðkvæma húð að eðlisfari.
Að öðrum kosti ef þetta veldur henni ama getur hún leitað til heilsugæslulæknis
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur