Spurning:
Sæl/sæll
Ég fór í aðgerð fyrir nokkrum árum vegna frumubreytinga (3-4) við endaþarm, húðin var tekin og sett ný í staðinn. Fyrir ári var tekið húðsýni og kom þá í ljós að ég væri með frumubreytingar á þessu svæði (mjög vægar á stigi 1). Þar sem ég hef lent í þessu er ég áhyggjufull að þetta sé að koma aftur. Fór til annars læknis fyrir mánuði, fannst þeim ekki þörf á að taka húðsýni aftur þar sem húðin á þessu svæði er mjög viðkvæm. Ég er alltaf með mjög mikinn kláða á þessu svæði og sár. Er ekki þörf á að fylgjast með þessu með húðsýni? Þar sem þetta er á leiðinlegum stað tala ég ekki um þetta við neinn.
Þegar ég fór í aðgerðina fékk ég stómíu sem er búið að sökkva núna. Eftir þá aðgerð hef ég haft reglulega mjög mikla verki neðarlega í kvið, samt meira vinstra megin. Ég veit hvernar von er á þeim þar sem ég fæ niðurgang á undan. Þessir verkir standa yfirleitt á annan sólahring. Getur þetta stafað af stomíuaðgerðinni? Læknirinn sem var með mig er því miður ekki lengur til staðar, en hjá honum var ég reglulega í eftirliti, mér finnst mjög óþægilegt að tala um þetta við annan lækni.
Með von um að þið skiljið eitthvað í þessu, og getið svarað mér, kveðja
Svar:
Það þarf að fylgjast með húðinni og kanna frekar orsakirnar fyir óþægindunum sem þú hefur.
Ráðlegg þér að fara á læknastofustofu til Tryggva Stefánssonar eða Tómasar Jónssonar sem eru skurðlæknar sem fást við sjúkdóma í ristli og endaþarmi og gera aðgerðir eins og þú fórst í. Þú finnur þá í símaskránni.
Bestu kveðjur
Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum