Hvað er loftbrjóst
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er mjög góður bæklingur sem kemur akkurat inná þetta sem þú ert að spyrja um á vef Landspítala. Læt fylgja hér slóð inná bæklinginn. En loftbrjóst er oft notað yfir það þegar það verður samfall á lunganu og loft lekur frá lunganu og inn í brjósthol. Allt lungað getur fallið saman eða það fallið saman að hluta til.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur