hvað er Savlon krem í túpu

hvað er Savlon

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Savlon er vörumerki eins og Nivea eða Neutral eða slíkt. Þetta vörumerki framleiðir aðallega sýkladrepandi krem til þess að bera á smásár. Það er hægt að kaupa þetta í lausasölu í Bretlandi og eflaust víðar

Ég veit ekki til þess að þetta vörumerki sé til hér á Íslandi en sambærilegt eða svipað væri til dæmis Sárakrem sem framleitt er hér á Íslandi undir vörumerkinu Gamla Apótekið en það eru fleiri tegundir til  sem þú getur fengið upplýsingar um í næsta apóteki

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur