hvað er til ráða

Efrimörk 114
neðrimörk 82
slög á mín 94

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég átta mig ekki á hver spurningin er í þessu samhengi. Þetta eru eðlileg lífsmörkhjá fullorðnum einstaklingi þó að púlsinn sé vægt hækkaður sem getur stafað af streitu, vatnsskorti, reykingum, neyslu á orkudrykk eða koffíni, þreytu, labba upp stiga, halda á þungum hlut og ótal öðru. Að öllum líkindum leiðréttist púlsinn af sjálfu sér.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur