Hvað gerir sellerírót fyrir líkaman

Hvað gerir selírót fyrir líkaman ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég reikna með að verið sé að spyrja um sellerírót. Hún heitir á ensku celeriac, upprunnin frá miðjarðarhafinu og er af sömu ætt og gulrætur.  Sellerírót er skyld steinselju og sellerý.

Sellerírót er stútfull af trefjum og vítamínum eins og B6, C og K. Hún inniheldur líka ríkulegt magn af andoxunarefnum og  steinefnum eins og mangan, fosfór og kalíum. Sellerírót inniheldur enga fitu og lítið af kolvetnum og þannig hollari kostur en t.d. kartöflur hvað varðar hitaeiningar.

Rótina má borða hráa, ofnbakaða og soðna en eins og á við um margt grænmeti glatast eitthvað af næringarefnunum við eldun.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur