er þetta sýklalyf ?
sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Augmentin er sýklalyf sem drepur bakteríur sem valda sýkingum. Það inniheldur tvö mismunandi lyf sem kallast amoxicillín og klavúlansýra.
Augmentin er notað hjá fullorðnum og börnum við eftirtöldum sýkingum:
• miðeyrna- og skútabólgu
• öndunarfærasýkingum
• þvagfærasýkingum
• sýkingum í húð og mjúkvefjum, þ.m.t. sýkingum í tönnum
• sýkingum í beinum og liðum.
Þú getur lesið þér betur til um það með því að smella hér
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur