Hvaða lyf er Coxerit etoricoxib

Langar að vita hvort þetta er verkjalyf eða gigtarlyf

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Coxerit er gigtarlyf sem hefur þá verkun að draga úr bólgum. Bólgur valda oft verkjum svo það getur virkað verkjastillandi en er ekki hugsað til þess að nota við almennum verkjum eins og höfuðverk.

Með því að smella hér getur þú lesið fylgiseðil lyfsins

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur