Hvaða lyf er SOBRIL

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Sobril er róandi og kvíðastillandi lyf sem tilheyrir flokki benzódíazepín lyfja. Sobril  tiltölulega stuttvirkandi og  notað  við ótta, kvíða, óróleika og svefntruflunum.

Verkun kemur fram um það bil 30 mínútum eftir töku lyfsins og misjafnt eftir einstaklingum hversu lengi verkun varir.

Sobril er ávanabindandi og hentar ekki til langtímanotkunar.  Fráhvarfseinkenni geta komið fram þegar notkun þess er hætt eftir langan tíma og því skal ráðfæra sig við lækni þegar töku lyfsins er hætt eftir meira en 2ja vikna samfellda notkun.

Aukaverkanir lyfsins eru skammtaháðar en algengust er sljóleiki, sem kemur aðallega í upphafi meðferðar.

Nánari upplýsingar um Sobril má finna á :https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/5045a32c-6aa4-e711-80d7-ce1550b700f3/Sobril_fylgisedill.pdf

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur