Hvað þýðir lágt ferritín-gildi í blóði?

Spurning:
Ég var að greinast með mjög lágt ferritín, hvað þýðir það? Ég er mánaðarlega á B12 sprautum og alltaf mjög slöpp. Það væri mjög gott að fá svar sem fyrst því þessi niðurstaða er búin að taka langan tíma.

Svar:
Lágt ferritín er merki um litlar járnbirgðar í líkamanum. Járn er nauðsynlegt til blóðmyndunar í líkamanum og ef það vantar getur komið fram blóðleysi. Blóðleysi getur lýst sér með t.d slappleika sem þú lýsir, ásamt fleiri einkennum s.s svima, fölva í húð og fleira.
B12 vítamín skortur getur einnig valdið blóðleysi. Mánaðarlegar B12 sprautur geta komið í veg fyrir B12 skort en þær duga ekki gegn blóðleysi ef járnskortur er einnig til staðar. Þú þarft að fá upplýsingar frá þínum lækni um hvort þú sért blóðlaus og þú gætir þurft að taka inn járn til að byggja upp járnbirgðarnar.

Kveðja, Einar Eyjólfsson, læknir