Hvað er beináta í eyra?

Spurning:
Hvað er beináta? Systir mín hefur greinst með þetta í eyra.

Svar:
Beináta í eyra er oftast afleiðing endurtekinna sýkinga í miðeyra en getur einnig verið meðfætt. Það sem gerist er að gat myndast á hljóðhimnu og himnan getur farið að vaxa inn í miðeyrað og valdið skemmdum á eyrnabeinum og þar með heyrn. Einnig er hætta á sýkingum þessu samfara. Oftast þörf á aðgerð til að koma í veg fyrir sýkingar og loka gati á hljóðhimnu.

Kveðja,
Einar Eyjólfsson heimilislæknir