Hvað er millirifjagigt?

Spurning:

Sæl.

Hvað er millirifjagigt? Hvernig lýsa einkenni sér? Hvað er til ráða? Tengist millirifjagigt lífstíl?

Kær kveðja.

Svar:

Millirifjagigt er yfirleitt notað yfir verki á rifjasvæði oftast í síðu.

Ástæður geta verið ýmsar s.s. stirðleiki eða læsing þar sem rifin tengjast við hrygg, bólga eða festumein í vöðvunum milli rifja eða erting á taug á svæðinu.

Miklu skiptir að reyna að greina orsökina og vinna út frá henni. Helst er að leita til læknis eða sjúkraþjálfara til þess.

Meðferð getur þá verið liðkun ef um stirðleika er að ræða. Hiti og nudd getur hjálpað ef um er að ræða spennu í vöðvum. Í sumum tilfellum getur þurft að sprauta verkjasvæðið.

Millirifjagigt tengist ekki lífsstíl.

Kveðja,
Starfsfólk Gigtarlínunnar,
Gigtarfélags Íslands, gigt.is