Hvað er Rheumatoid arthritis?

Spurning:
Góðan dag.
Mig langar að fá svar við hvað þýðir eftirfarandi. Einhver tegund af gigt trúlega. Þetta heitir RHEUMATOID ARTHRITIS. Þetta er vegna þess að ég hef haft slæma slitgigt og af því að við systkinabörn mín 2 systur sem búa erlendis hafa þjáðst af þessu halda þær að þetta sé ættgengt Getur þú kæri læknir eitthvað frætt mig um þetta? Með kæru þakklæti.

Svar:

Sæl!
Rheumatoid arthritis er ónæmissjúkdómur sem á íslensku er kallaður iktsýki. Einkenni sjúkdómsins eru liðverkir, morgunstirðleiki í liðum, þreyta og magnleysi og ef ekkert er að gert verða skemmdir á liðum sem valda hreyfihömlun. Oftast en þó ekki alltaf mælast í blóði svo nefndir gigtarþættir sem eru hluti af sjálfsmótefnum sem myndast þegar þessi röskun verður á ónæmiskerfinu.

Iktsýki virðist að einhverju leiti fylgja ættum en líkurnar á því að fleiri en einn í fjölskyldu fái sjúkdóminn eru litlar.

Slitgigt er aftur annar sjúkdómur og er algengasti gigtarsjúkdómurinn.

Stitgigt er ættgengur sjúkdómur. Orsakir eru að mörgu leyti óþekkar, en allt álag á liði og áverkar á liðbrjóskið geta valdið slitgigt.

Einkenni byrja oft í smáliðum handa sem og stórum liðum, mjöðmum og hnjám sem þreytuverkir eftir of mikið álag og þá helst seinni part dagsins.

Með kveðju

Starfsfólk Gigtarlínu Gigtarfélags Íslands