Hvað er Stein-Leventhal?

Spurning:
Ég er nýbúin að fara í speglun og kom þar í ljós að ég var með 3 blöðrur og hægri eggjastokkurinn er búinn að stækka þó nokkuð. Það sem að mig langar að vita er afhverju stækkar eggjastokkurinn? Getur það haft einhverjar afleiðingar og er það eðlilegt? Ég las það í heimilislækninum að mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem heiti Stein-Leventhal geti orsakað stækkun á eggjastokk. Getur þú sagt mér eitthvað um þann sjúkdóm? Kveðja, ein með of stóran eggjastokk

Svar:
Sæl.
Stein-Leventhal er gamalt heiti yfir það sem í dag er kallað fjölblöðruheilkenni (PCO eða polycystic ovary syndrome). Þetta er mun algengara en áður var talið og er hreint ekki svo sjaldgæft. Blöðrur á eggjastokkum eru oft hluti af vandanum þó hægt sé að hafa PCO án þessa að vera með blöðrur. Mörg önnur vandamál geta verið þessu samfara og vísa ég í pistil um PCO á doktor.is til nánari upplýsingar.
Bestu kveðjur, Arna Guðmundsdóttir, lyflæknir